Thursday, May 03, 2007

Frábær vika

Ætla að "dissa" vini og kunningja sem talað annað móðurmál en 'islensku, þangað til að þau skilja eftir athugasemdir.

Seinasta föstudag bauð Davíð frændi mér á frábæra tónleika með Nouvelle Vague

http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewProfile&friendID=18164706

Það var geðveikt gaman og ég hitt marga sem ég hef varlað séð í mörg ár, en talaði svo mikið að ég missti svoliðuð aftónleikunum. Eftir á fór ég að hitta Ingimar og Svanhvíti og var rúllandi trall á okkur sem innibar breiða flóru af stöðum s.s. Barinn, Sirkus, Kaffibarinn, Ellefuna, Hressó (ój barasta) og Cultura. Endaði með að stinga Svanhviti af en þá höfðum við týnt Ingimari.

Svo var "hygge" dagur með Kolbrúnu sem innibar m.a. Borgara á Thorvaldsen, "GEÐVEIKT" kaffihús sem Hugarafl með Helgu bekkjarsysir minni í starfsþjálfun stóð fyrir í Hinu Húsinu, grænar vöfflur og fleirri skemmtileg uppátæki :) Röltum á Laugarveg og kíktum á ball, kaffi Paris og Apótekið um kvöldið. Var samt komin heim fyrir klukkan 1.

Náði líka að fara í ræktina með Önnu í Hafnó, var svo i mat hjá þeim, þau eru eins og önnur fjölskylda mín.

1.Maj var svo farið í fyrstu göngu hennar Sögu, þar sem sást til hennar í fréttatímanum frá hennar fyrsta opinbera "statement" Auk þess var opið hús hjá Mömmu á Seljaveg og þar var ótrúlega góð stemning og hresst fólk

Það eru myndir á linknum myndaalbúmin mín, sama lykilorðá allar myndirnar.

En í gær hitti ég loksins Svönu Dóru og skrapp á kaffihús, N.B. eftir að hafa unnið 8:30 - 17:30 og í kvöld að snæða með Skúló genginu, það er alltaf svo huggulegt

2 comments:

Anonymous said...

Vá hvað þú ert búin að vera dugleg skvís. Ég þarf að fara taka þig til fyrirmyndar. Hvernig væri nú að við færum að hittast? Ég er reyndar að fara út á land um helgina en sunnudagur og næsta vika er laus ;) Fékk einmitt msnið frá þér. Ég skal kíkja með pabba í heimsókn fljótlega. Verða grænar vöfflur á boðstólum???? Góða helgi skvís

Agla said...

Brjálað að gera hjá þér sé ég!! Heimta hér með grænar vöfflur næst þegar við hittumst ;) Hvað er annars passwordið á myndasíðuna þína????